Réttarúrræði viðskiptavina
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Viðskiptavinir geta skotið ágreiningi til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki:
Guðrúnartún 1,
105 Reykjavík,
Tölvupóstur: fjarmal@nefndir.is
Fylla þarf út sérstakt málskotseyðublað sem er aðgengilegt á vef nefndarinnar www.nefndir.is og senda í tölvupósti á fjarmal@nefndir.is Nánari upplýsingar um nefndina, málskotsgjald, hverjir geta leitað til nefndarinnar o.fl. er að finna á vef nefndarinnar.
Dómstólar
Aðilar geta leitað réttar síns fyrir almennum dómstólum hafi ágreiningsefnið ekki verið undanþegið lögsögu þeirra með lögum eða samningi.
Upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta Fjármálaeftirlitsins
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir neytendur fjármálaþjónustu. Sjá nánar á www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit/
Vakin er athygli á upplýsingaskjali frá Evrópska bankaeftirlitinu (EBA) um rétt neytenda í íslenskri þýðingu.
Neytendastofa
Neytendastofa er stjórnvald á sviði neytendamála sem annast framkvæmd á ýmsum lögum á sviði neytendaverndar. Á vef Neytendastofu er m.a. unnt að nálgast upplýsingar um það í hvaða tilvikum og með hvaða hætti neytendur geta leitað til stofnunarinnar, telji þeir að réttur sé á þeim brotinn. Sjá nánar á www.neytendastofa.is
Persónuvernd
Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og úrskurðar í ágreiningsmálum á sviði persónuverndar. Á heimasíðu Persónuverndar er hægt að finna upplýsingar um með hvaða hætti er hægt að leggja fram kvörtun. Sjá nánar á www.personuvernd.is