Skip to content

MYNTVAL OG MYNTPOSI

Auknar tekjur og betri þjónusta

MYNTVAL (e.DCC)

Posi með myntvali skynjar ef kortið er erlent og birtir þá verð bæði í íslenskum krónum og í gjaldmiðli korthafa. Korthafi getur því valið hvort hann samþykki færslu í sínum eigin gjaldmiðli eða íslenskum krónum.

Kjósi korthafi að greiða í eigin mynt greiðir hann af því þóknun sem söluaðili fær hlutdeild í við uppgjör.

  • Myntval (e. Dynamic Currency Conversion) tryggir að korthafi greiði í sínum gjaldmiðil um leið og færslan á sér stað
  • Korthafi greiðir þóknun fyrir þessa þjónustu sem söluaðili fær endurgreidda að hluta
  • Auknir tekjumöguleikar söluaðila
  • Aukin þjónusta við viðskiptavini

MYNTPOSI

Taktu við greiðslum og fáðu uppgert í erlendum gjaldmiðlum. Sérstaklega hentugt fyrir þá sem selja mikið til erlendra korthafa.

Kostir myntposa er að söluaðili getur tekið við greiðslum í fjölda mynta og fengið gert upp í sömu myntum.
Einnig geta söluaðilar tekið við nánast öllum öðrum myntum og fengið greitt í USD, GBP eða EUR.

  • Minni kostnaður við gjaldeyrisskipti
  • Móttaka á EUR, USD, GBP, DKK, NOK, SEK og CAD
  • Uppgjör í þeim gjaldmiðli sem selt er í
  • Ef ég vil taka á móti greiðslum í fleiri en einum gjaldmiðli þá þarf sér posa fyrir hvern gjaldmiðil
  • Einnig er mögulegt að taka við greiðslum í mismunandi myntum í veflausnum og vefposa